Um Gjaldskil

Gjaldskil er framsækið þjónustufyrirtæki sem býður viðskiptavinum sínum upp á heildstæðar lausnir á sviði innheimtuþjónustu. 

Þjónusta okkar byggir á langri reynslu starfsmanna okkar, sem búa yfir mikilli fagþekkingu á breiðu sviði rekstrar og þjónustu við fyrirtæki og einstaklinga. Auk þessa hefur fyrirtækið tæknilega getu til að takast á við stór og flókin innheimtuverkefni. 

Við störfum með leyfi frá Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands.​

Mikilvægt er að viðhalda góðu sambandi milli kröfuhafa og greiðenda og margþættar ástæður geta legið að baki þess að greiðandi hefur ekki innt greiðslu af hendi fyrir eindaga. Við erum því til taks fyrir bæði kröfuhafa og greiðendur, til að leita lausna fyrir báða aðila. Það er góð tilfinning að standa í skilum og það er okkar hlutverk og ánægja að stuðla að því.​

Ef þitt fyrirtæki vantar aðstoð við að fylgja eftir reikningum og eiga góð samskipti við greiðendur, þá bjóðum við uppá heildstæðar lausnir til að styðja við þinn rekstur og að tryggja öruggara sjóðsstreymi ásamt góðu yfirliti um stöðu útistandandi krafna.

Hafðu samband við okkur og sérfræðingar okkar aðstoða þitt við að setja upp skilvirka ferla og að ná settum markmiðum.

Eignarhald

Félagið er 50% í eigu Arctica Eignarhaldfélags,  25% hlutur er  í eigu Gjaldskila Löginnheimtu og framkvæmdastjóri félagsins á 25% hlut.

Gjaldskil löginnheimta er í eigu lögmannstofanna Juris og LEX sem eru með stærri og virtari lögmannstofum landsins.