Skuldabréf í fasteignaviðskiptum

Á árum áður var algengt að greiðsla í fasteignaviðskiptum væri að hluta gerð með útgáfu skuldabréfs og á síðustu misserum er þetta aftur orðið algengt.

Mikilvægt er að frágangur og gerð skuldabréfsins sé réttur ásamt því að það sé í formlegu ferli hvernig greiðslur vegna bréfsins fari fram og hvað gerist ef ekki er greitt af bréfinu.

Debitum Gjaldskil hefur um árabil séð um gerð skuldabréfa fyrir stofnanir, einstaklinga og fyrirtæki ásamt því að annast vörslu bréfa og innheimtu. Með aðkomu Debitum Gjaldskil fæst aðkoma óháðs fagaðila til að annast gerð, vörslu og innheimtu.

Ferlið er ekki flókið;

  • Fasteignasali fyllir út eyðublaðið frá Debitum Gjaldskil og sendir til okkar.
  • Við útbúum gögnin og innan þriggja virkra daga fær fasteignasali gögnin send til yfirferðar.
  • Fasteignasali staðfestir skuldabréfið og kallar viðkomandi inn til undirritunnar
  • Fasteignasali sendir til Debitum Gjaldskila afrit af bréfinu sem strax er sett upp í skuldabréfa og innheimtukerfinu.
  • Fasteignasali þinglýsir bréfinu

Eyðublað