Skilmálar

Gjaldskil vegna greiðslu með greiðslukorti í gegnum vefposa.

Eftirfarandi upplýsingar og skilmálar eiga við, þegar kröfur eru greiddar í gegnum greiðslugáttina eða ef greitt er fyrir þjónustu félaganna.

Upplýsingar um fyrirtæki:

Gjaldskil innheimta ehf
kt: 600619–0980
Sími: 415-5990
gjaldskil@gjaldskil.is

Gjaldskil ehf
kt: 460813-1900
Sími: 589-1900
gjaldskillog@gjaldskillog.is

Félögin eru til heimilis að Borgartúni 26, 105 Reykjavík

Skilmálar og skilyrði

  1. Innheimtufyrirtækin áskilja sér rétt til að taka við greiðslu eða hafna greiðslu allt eftir eðli hennar.
  2. Eðli greiðslunnar getur falið í sér uppgjör á skuld og ekki í öllum tilvikum er hægt að greiða fyrir slíkt með greiðslukorti sbr. kreditkorti.
  3. Innheimtufyrirtækin áskilja sér rétt til að gera ekki upp greiðslur gerðar með greiðslukortum fyrr en greiðsla hefur skilað sér til innheimtufyrirtækis í uppgjöri.
  4. Innheimtufyrirtækin leggja 3% álag auk vsk. á greiðslur með greiðslukortum enda fylgir slíkum greiðslum kostnaður.

Endurgreiðslustefna

  1. Ef greitt er með greiðslukorti fyrir þjónustu sem Gjaldskil veitir, þá er eingöngu endurgreitt ef viðkomandi aðili hættir við pöntun þjónustu áður en vinna við hana er hafin, eða ef innheimtufélögunum er ekki kleift að inna hana af hendi.
  2. Slík endurgreiðsla skal eiga sér stað innan 5 virkra daga.
  3. Ef krafa er greidd í gegnum greiðslugátt af greiðanda og viðkomandi vill draga greiðslu til baka, og fyrir slíku sé rökstudd ástæða, endurgreiða innheimtufélögin viðkomandi greiðslu innan 5 virkra daga, nema viðkomandi greiðslu hafi verið skilað til kröfuhafa. Í þeim tilvikum er greiðanda beint til viðkomandi kröfuhafa.
  4. Ef greiðsla er framkvæmd fyrir sannarleg og augljós mistök, án tilefnis þá endurgreiða innheimtufélögin eins hratt og mögulegt er.

Afhending þjónustu

  1. Líta skal svo á að afhending þjónustunnar byrji um leið og greitt hefur verið fyrir hana, en hafa skal í huga að endanleg afhending getur tengst bæði viðbrögðum greiðanda og kröfuhafa.
  2. Ef um greiðslu á kröfu er að ræða, þá fellst þjónusta innheimtufyrirtækjanna í frágangi og uppgjöri. Slíkt tekur mismunandi tíma, allt eftir eðli og stöðu viðkomandi kröfu.

Vernd persónuupplýsinga

  1. Stefna Gjaldskila
  2. Lög og varnarþing er Héraðsdómur Reykjavíkur.

Hvar svo sem rætt er um fyrirtækjaheitið Gjaldskil í texta þessarar heimasíðu, á hann við bæði félögin þ.e. Gjaldskil innheimta ehf. kt. 600619–0980 (áður Debitum) og Gjaldskil ehf. kt. 460813-1900. Ef sérstaklega er vísað til löginnheimtu á það við Gjaldskil ehf. kt. 460813-1900. Ef vísað er til frum- eða milliinnheimtu á það við Gjaldskil innheimta ehf. kt. 600619–0980