Settu innheimtuna í traustar hendur

Gjaldskil býður upp á heildstæðar lausnir við innheimtu krafna allt frá fruminnheimtu til löginnheimtu. Félagið sérstaklega sérhæfir sig í rafrænum lausnum í kröfustýringu og innheimtu fyrir fyrirtæki og stofnanir.

Umhverfisvæn

Gjaldskil léttir á kolefnisfótspori viðskiptavina sinna. Við notum rafrænar birtingar til þess að afhenda greiðendum innheimtuerindi, þar sem því verður komið við. Þessi nálgun kemur í stað þess að prenta, pakka og póstleggja allt að sex bréf, vegna hverrar og einnar bankakröfu.

Skilvirk

Gjaldskil getur birt greiðendum innheimtuerindi og áskoranir í rauntíma, með rafrænni afhendingu. Greiðandinn fær þá þann frest sem honum ber að fá. Það tapast enginn tími við prentun, pökkun og póstburð. Innheimtumálun, viðskiptavina Gjaldskila, er því sinnt hraðar en hingað til hefur þekkst.

Traust

Gjaldskil er eitt reynslumesta innheimtufélag landsins, sem rekur sögu sína aftur til ársins 1984. Félagið kappkostar að bjóða það allra besta og nýjasta í innheimtumálum, hugbúnaði og þjónustu við viðskiptavini. Gjaldskil er í eigu lögmannsstofanna Juris og LEX, Arctica Eignarhaldsfélags og framkvæmdastjóra félagsins.

Gjaldskrá

Gjaldskrá Gjaldskila er í samræmi við reglugerð 37/2009 um hámarksfjárhæð innheimtukostnaðar og síðari breytingum 133/2010.

Fruminnheimta

Við bjóðum viðskiptavinum okkar heildstæða lausn á sviði innheimtu, allt frá því að krafa er stofnuð og þar til hún er greidd. 

Tekið er við reikningum rafrænt, beint úr fjárhagskerfum og hægt er stofna að kröfur sjálfvirkt í banka.

Kröfuhafar hafa aðgang að yfirliti um þeirra kröfur í kerfi Gjaldskila  og geta fylgst með framvindu þeirra þar, eða í fjárhagskerfi sínu.

Markmið Gjaldskila er að auðvelda fyrirtækjum að halda utan um og stjórna meðferð sinna krafna og tryggja öruggara sjóðsstreymi, en umfram allt að tryggja góð samskipti milli kröfuhafa og greiðenda.

Milliinnheimta

Við leggjum ríka áherslu á að gera samskipti milli kröfuhafa og greiðenda hnökralaus. Persónuleg þjónusta okkar  býður kröfuhöfum upp á ýmis úrræði ef krafa er ekki greidd á tilsettum tíma. Kröfuhafar geta óskað eftir sendingu innheimtuerinda, auk símtala til að fylgja eftir kröfum og ganga á eftir greiðslu frá greiðanda.

Á þessu stigi er mikilvægt að viðhalda góðu sambandi milli kröfuhafa og greiðenda, því margþættar ástæður geta legið því að baki, að greiðandi hefur ekki innt greiðslu af hendi fyrir eindaga. Við erum því til taks fyrir bæði kröfuhafa og greiðendur.

Löginnheimta

Ef milliinnheimta  ber ekki árangur býðst kröfuhöfum fagleg ráðgjöf um næstu skref.

Löginnheimta er í eðli sínu íþyngjandi fyrir greiðendur, enda öllum tiltækum úrræðum íslenska réttarkerfisins beitt. Því leggjum við  áherslu á faglega ráðgjöf og gott upplýsingaflæði til kröfuhafa um næstu skref.

Aðgerðir í löginnheimtu geta meðal annars verið stefnubirting, greiðsluáskorun og dómsmeðferð. Ferli lögfræðiinnheimtu endar oftast með eingreiðslu skuldar eða samningi um greiðslu skuldar. Í sumum tilfellum nást ekki samningar og þá getur ferlið endað með fjárnámi, nauðungarsölu og gjaldþroti.

Hafðu samband