Mannauður
Hjá okkur starfar samhentur hópur fólks sem hefur mikla reynslu og þekkingu á sviði innheimtu.
Við erum fagleg
- Við veljum fólk í starfið en ekki starf fyrir fólkið, þannig fer saman geta og þekking við kröfur starfsins.
- Faglega og vel er tekið á móti nýju starfsfólki.
- Þegar starfsmaður hættir þá samfögnum við næsta áfanga í lífi viðkomandi einstaklings.
Árangur
- Deilum þekkingu og upplýsingum þar sem við á.
- Hjálpum hvort öðru að ná árangri og hrósum þegar vel gengur.
- Sá sem hjálpar öðrum að ná árangri er mikilvægasti starfsmaðurinn.
- Tileinkum okkur markmiðasetningu.
Alltaf góð mannleg þjónusta
- Við erum mannleg og skiljum að okkar viðskiptavinir geta verið í erfiðleikum, berum virðingu fyrir erfiðleikum annarra og gerum okkar besta til að aðstoða eins og hægt er.
- Sýnum traust og faglegt viðmót í öllum samskiptum. Við gætum alltaf þagmælsku og viðhöldum trúnaði.
Samskiptasamningur
- Við gerum með okkur samning um samskipti. Við lofum að samskipti starfsmanna við hvert annað og við okkar viðskiptavini séu byggð á kurteisi og virðingu.
- Jafnvægi milli vinnu og einkalífs er mikilvægt. Það er heimur fyrir utan vinnustaðinn og ef ekki er tekið tillit til hans mun starfsmaðurinn ekki blómstra í starfi.
- Verum heilbrigð og hreyfum okkur, við hvetjum til þess í verki.
- Einelti, kynferðisleg áreitni og óæskileg samskipti á samfélagsmiðlum eru ekki liðin.
Þróun
- Tökum ábyrgð og klárum verkefnið þó við í fyrstu, skiljum það ekki. Það að leysa verkefni sem í byrjun var óskiljanlegt er hluti af þróuninni.
- Leitum að tækifærum til að bæta við okkur þekkingu og þannig geta tekið við aukinni ábyrgð.
- Höldum áfram að læra og þróast.
Forysta
- Stjórnendur deila upplýsingum og þekkingu með starfsmönnum.
- Stjórnendur eru með skýra framtíðarsýn.
- Höldum áfram að læra og þróast.
Jafnrétti
- Það skiptir ekki máli hvaða kyn, litarhátt eða þjóðerni um ræðir, við erum öll jöfn sem einstaklingar og eigum jafna virðingu skilið.